Pressuball Blaðamannafélags

Pressuball Blaðamannafélags

Kaupa Í körfu

Árni Þórarinsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hlaut blaðamannaverðlaunin árið 2004 fyrir fréttaskýringu sína um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem birtist í Tímariti Morgunblaðsins síðasta sumar. Verðlaunin voru afhent á Pressuballi Blaðamannafélags Íslands á Hótel Borg á laugardagskvöldið. Kristinn Hrafnsson, DV, fékk verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fyrir upplýsandi fréttir af örlögum íslensks drengs, Arons Pálma Ágústssonar, í fangelsi í Texas og Bergljót Baldursdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fékk verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins fyrir ítarlega og fróðlega úttekt á stöðu og velferð aldraðra í þættinum Morgunvaktinni. MYNDATEXTI: Kristinn Hrafnsson, Bergljót Baldursdóttir, Ragnar Axelsson og Árni Þórarinsson með viðurkenningar sínar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar