Exorka

Kristján Kristjánsson

Exorka

Kaupa Í körfu

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði í gær þekkingarmiðstöð í varmaorkutækni í Kalina-varmaorkuverinu á Húsavík en orkuverið er það fyrsta í heiminum sem nýtir Kalina-tæknina til raforkuframleiðslu úr jarðvarma. Jafnframt var gengið frá samningum við einkaréttarhafa Kalina-tækninnar, ástralska fyrirtækið Exergy Inc., Orkuveitu Húsavíkur og Exorku um rekstur og fjármögnun þekkingarmiðstöðvarinnar. Exorka ehf. var stofnuð á Húsavík í apríl 2001 en markmið fyrirtækisins er markaðssetning á tæknilausnum og sala á raforkuverum sem byggjast á Kalina-tækninni til framleiðslu á raforku úr lághita. MYNDATEXTI: Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræðir við Magnús Gehringer, framkvæmdastjóra X-Orku, og Runólf Maack, stjórnarformann í Kalina-varmaorkuverinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar