Bechtel - Mötuneytið Gullna öndin

Steinunn Ásmundsdóttir

Bechtel - Mötuneytið Gullna öndin

Kaupa Í körfu

Matsalurinn í starfsmannabúðunum Fjardaal Team Village (FTV) gengur nú undir nafninu Golden Duck, eða gullna öndin. Bill Staples, öryggisstjóri Bechtel, segir að Ástrali nokkur sem starfar hjá fyrirtækinu hafi verið að bauka við að læra íslensku og reynt mikið að segja "góðan dag" á því ástkæra ylhýra; það kom hins vegar út eins og "goldan dueak" úr munni hans og þótti þá tilvalið að nefna mötuneytið í höfuðið á þessari íslenskutilraun. Helmingur matsalarins, sem taka mun 800 manns í sæti, verður opnaður á föstudaginn kemur, en seinni helmingurinn tekinn í notkun í júní nk. MYNDATEXTI: Gullna öndin Helft mötuneytis starfsmannaþorps vegna byggingar álvers verður tekin í notkun 18. febrúar. Kaupfélag Héraðsbúa selur alla matvöru til mötuneytisins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar