Söngkeppi Norðurlands

Kristján Kristjánsson

Söngkeppi Norðurlands

Kaupa Í körfu

Það var rífandi stemning í Sjallanum á Akureyri þegar Söngkeppi Norðurlands fór þar fram sl. föstudagskvöld. Þetta var í fyrsta skipti sem haldin er sameiginleg söngkeppni allra félagsmiðastöðva á Norðurlandi og mættu keppendur, á unglingastigi grunnskóla, frá 14 félagsmiðstöðvum til leiks, allt frá Hvammstanga í vestri og austur á Þórshöfn. Krakkarnir stóðu sig mjög vel, jafnt tónlistarfólkið sem áhorfendur, sem voru 550-600 talsins og troðfylltu Sjallann. MYNDATEXTI: Við höldum vörð Guðrún Halla Guðnadóttir og Ingibjörg Signý Aadnegard frá Skjólinu á Blönduósi fluttu lagið Við höldum vörð og nutu aðstoðar Karolínu Steinadóttur og Ástu Berglindar Jónsdóttur við bakraddasöng.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar