Nesti í Kópavogi

Jim Smart

Nesti í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Þessi fallega stytta af "Stráknum með fiskinn" hefur vakið forvitni margra kynslóða ungra Íslendinga og hafa ófá börnin án efa spurt foreldra sína hvers vegna "strákurinn pissar svona mikið?" Nú er verið að rífa gömlu Nestisstöðina í Fossvoginum og til stendur að ný stöð rísi á lóðinni. Á meðan á framkvæmdunum stendur var styttan fjarlægð, en aðdáendur hennar þurfa engu að kvíða, því styttan mun að öllum líkindum í framtíðinni prýða áningarsvæði vestan stöðvarinnar, þar sem Olíufélagið hefur boðið Reykjavíkurborg styttuna að gjöf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar