Oddfellowhúsið

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Oddfellowhúsið

Kaupa Í körfu

Að reisa borg er verkefni sem byggist á samræðu og þessi samræða þarf að fara fram eftir ströngustu kröfum: Aðeins einn talar í einu og hinir hlusta og svara síðan af fullri virðingu fyrir orðum fyrri mælenda, með kurteisi og íhygli; frammíköll, hvers konar orðagjálfur og almennt blaður út fyrir efnið ættu ekki að heyrast enda mjög mikilvægt að samræðan sé markviss þó að þátttakendur kunni að greina á um efnisatriði. Án ágreinings væri raunar lítið um að tala auk þess sem krafturinn, dínamíkin myndi hverfa, og markmið samræðunnar gufaði upp en það er hin endalausa leit að fagurfræðilegri niðurstöðu, samhengi sem í senn gleður augað, lyftir sálinni og fullnægir þörfum okkar - leit að fallegri borg MYNDATEXTI: Oddfellowhúsið "Risið brýtur upp sterkar láréttar línur í steypubrúnum byggingarinnar en það eru sérstaklega litlu gluggarnir sem standa upp úr þakinu eins og horn í kolli skrattans sem setja annarlegan svip á bygginguna."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar