IR - Snæfell 77:76

IR - Snæfell 77:76

Kaupa Í körfu

ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Snæfell að velli, 77:76, á heimavelli sínum, í Intersport-deild karla í gærkvöldi. Heimamenn náðu snemma forystu, höfðu yfir 56:33 í hálfleik, sem dugði þeim til sigurs. Munurinn var of mikill fyrir Snæfellingar sem léku talsvert undir getu í leiknum. ÍR situr í fimmta sæti með 22 stig en Snæfellingar eru í öðru sæti, nú fjórum stigum á eftir Keflavík. MYNDATEXTI: Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, brýst að körfu ÍR-inga í Seljaskóla í gær en til varnar er Ómar Sævarsson, leikmaður ÍR-inga. Heimamenn höfðu betur gegn Stykkishólmsliðinu í hörkuleik.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar