Hjördís Jónsdóttir í Bolungarvík

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hjördís Jónsdóttir í Bolungarvík

Kaupa Í körfu

Vestfjörðum og Norðurlandi vestra fækkaði um 3.200 árin 1990-2003 ÍBÚUM á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra fækkaði um ríflega 3.200 á rúmum áratug, eða frá 1990 til 2003, sem jafngildir því að allir Ísfirðingar og Skagstrendingar til samans hafi flutt burtu af svæðinu. Í greinaflokki um Vestfirði og Norðurland vestra, sem hefur göngu sína í Morgunblaðinu í dag, kemur fram að á umræddu tímabili fækkaði Vestfirðingum um 20%, eða úr tæplega 9.800 manns árið 1990 í ríflega 7.800 manns árið 2003, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma fækkaði fólki á Norðurlandi vestra um 12,4%, íbúar þar voru um 7.800 í desember 2003. Siglufjörður er hér meðtalinn þó að hann tilheyri nú Norðausturkjördæmi MYNDATEXTI: Stund milli stríða: Hjördís Jónsdóttir, beitningakona í Siggabúð í Bolungarvík, gefur sér tíma til að hringja heim og athuga um hagi fjölskyldunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar