Aðalgata 3 - Bruni í Ólafsfirði

Helgi Jónsson

Aðalgata 3 - Bruni í Ólafsfirði

Kaupa Í körfu

Gamalt einbýlishús við Aðalgötu 3 í Ólafsfirði brann á sunnudagsnótt. Eldsins varð vart rétt rúmlega hálftólf á sunnudagskvöld og var slökkvilið Ólafsfjarðar kallað út klukkan 23:43 og var mætt á staðinn skömmu síðar, enda slökkvistöðin skammt frá eldsstað....Aðalgata 3 er þekkt hús í Ólafsfirði en það gekk ætíð undir nafninu Emmuhús en einnig Jónshús, byggt snemma á 20. öld. Þar bjuggu lengst af hjónin Jón Frímannsson, vélstjóri, og eiginkona hans Emma Jónsdóttir. Húsið er talið ónýtt. MYNDATEXTI: Sögufrægt hús Húsið við Aðalgötu 3 í Ólafsfirði brann aðfaranótt mánudags, en logn var og gott veður þannig að næsta hús sem stendur fast upp við slapp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar