Aðalfundur Íslandsbanka

Þorkell Þorkelsson

Aðalfundur Íslandsbanka

Kaupa Í körfu

"Nokkur merki ójafnvægis hafa komið fram í hagvísum síðustu mánuði. Verðbólga mælist há og viðskiptahalli mikill. Þá hafa miklar verðhækkanir verið á eignamörkuðum, s.s. á íbúðamarkaði. Þenslan virðist því enn og aftur vera að grafa um sig í innlendu efnahagslífi. Það eru vonbrigði að þessi staða skuli vera komin upp nú þegar hagstjórnin hafði næg tækifæri til að bregðast við þeim vanda sem var að skapast," sagði Einar Sveinsson stjórnarformaður Íslandsbanka á aðalfundi bankans í gær. MYNDATEXTI: Hluthafar Fjölmennt var á aðalfundi Íslandsbanka en hluthafar í bankanum eru á ellefta þúsund talsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar