Ragnhildur, Margrét og Ragnhildur Geirsdóttir

Jim Smart

Ragnhildur, Margrét og Ragnhildur Geirsdóttir

Kaupa Í körfu

Kvenréttindafélag Íslands færði Ragnhildi Geirsdóttur nýjum forstjóra Flugleiða blómvönd í gær. Ragnhildur Guðmundsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar Kvenréttindafélagsins, sagði að með þessu vildi félagið óska henni til hamingju með nýja starfið. Horfa yrði á þessa ánægjulegu ráðningu í samhengi við þrotlaust starf fjölmargra kvenna í mörg ár fyrir réttindum og bættri stöðu kvenna. Á myndinni eru Ragnhildur Guðmundsdóttir og Margrét Sverrisdóttir að afhenda Ragnhildi Geirsdóttur blómvöndinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar