Sjón - Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sjón - Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005

Kaupa Í körfu

Sjón var kampakátur í gær, þegar hann kom til Reykjavíkur austan af Eyrarbakka, til að fagna því með útgefanda sínum, Bjarti, að hann fær Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Bergþóra Jónsdóttir fékk þó tækifæri til að ræða við skáldið um verðlaunabókina, Skugga-Baldur, um skrif, strengjakvartetta, samúðina og þjóðleg minni. Sjón hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur. Í umsögn dómnefndar segir að Skugga-Baldur vegi salt milli ljóðs og prósa og að höfundur flétti saman þáttum úr íslenskum þjóðsögum, rómantískri sagnahefð og heillandi sögu, þar sem siðferðileg vandamál samtímans eru áleitin. MYNDATEXTI: Það býr margt í þokunni, segir Sjón í samtali við Morgunblaðið, en á myndinni fagnar hann kampakátur með Snæbirni Arngrímssyni, bókaútgefanda í Bjarti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar