Veiðar frá Ólafsvík

Veiðar frá Ólafsvík

Kaupa Í körfu

Reytingsafli hefur verið hjá netabátum sem róa frá Ólafsvík á þessari vertíð. Eru bátarnir að fá allt upp í 13 tonn í róðri. Alls eru 9 bátar gerðir út á net frá Ólafsvík á vertíðinni. Helgi Bergsson, skipstjóri á netabátnum Snorra afa SH, gaf sér ekki tíma til að líta upp er hann var að flokka afla dagsins á bryggjunni. Sagði Helgi að aflabrögðin væru frekar dræm þessa dagana. "Vonandi fer þetta að koma," sagði Helgi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar