Ólöf Nordal

Árni Torfason

Ólöf Nordal

Kaupa Í körfu

FRANSKI rithöfundurinn Alfred Jarry, sem þekktastur er líklega fyrir verk sitt um Bubba kóng, fann upp hugtak sem hann kallaði patafýsik. Patafýsikin gerir grín að vísindum og byggist á bulli. Hún finnur fáránlegar lausnir á vandamálum og útskýrir á gervivísindalegan hátt ýmis fyrirbæri, patafýsikin er skáldskapur. Fyrir þá sem vilja kynna sér patafýsikina betur er ábyggilega ágætt að leita til The London Institute of Pataphysics sem stofnuð var árið 2000 og skiptist í þrjár deildir sem fást við myndir, teoríu og fornleifafræði. Það má hiklaust fella verk Ólafar Nordal sem hún sýnir nú í Listasafni ASÍ undir hatt patafýsikurinnar, en heimatilbúin skilgreining hennar og myndsköpun byggð á fyrirbærinu Hanaegg er fullkomlega eftir forskriftinni. MYNDATEXTI: Ólöf Nordal Eins og endranær hefur henni tekist á snjallan hátt að fanga tíðarandann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar