Verslun með kínverskar vörur
Kaupa Í körfu
Zheng Ming Mi flutti til Íslands fyrir sex árum og býr í höfuðborginni ásamt fjölskyldu sinni. Hún var áður búsett í Fujian í suðurhluta Kína og búa foreldrar hennar og tveir bræður enn í heimalandinu. "Það er betra fyrir dóttur mína að vaxa úr grasi á Íslandi. Tækifærin hér á landi eru fleiri en í Kína þar sem aðstæður eru flóknari," segir hún. Umrædd dóttir, Di Zhang, stundar nú MBA-nám í Háskólanum í Reykjavík. Zheng Ming Mi vann á elliheimilinu Grund fyrstu árin eftir komuna til Íslands og opnaði svo verslun við Laugaveg 85 í september á liðnu ári, þar sem gervipelsar og útsaumað satín hafa vakið athygli vegfarenda upp á síðkastið. "Mig langaði til þess að prófa eitthvað nýtt. Ég rak stóra verslun ásamt manni mínum í Kína á sínum tíma og vildi reyna hvort ég gæti gert hið sama hér," bætir hún við.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir