Ívarssel

Brynjar Gauti

Ívarssel

Kaupa Í körfu

STARFSMENN Árbæjarsafns, sem undanfarið hafa unnið við að rífa gamla klæðingu af Ívarsseli, gömlu timburhúsi frá um 1870 sem stendur við vesturenda Vesturgötu við Ánanaust, komu niður á heldur óvenjulegan fund á dögunum. Raunar var það ekki gripurinn sem slíkur sem þykir óvenjulegur; gamall sauðskinnsskór í kvenstærð, heldur fundarstaðurinn. Skórinn fannst nefnilega í þiljum milli veggja og virðist hafa lent þar með tróði. MYNDATEXTI: Kristinn E. Gunnarsson smiður og Örn Erlendsson rífa klæðningu af húsinu sem er illa farið af fúa. Húsið stendur við vesturenda Vesturgötu í Vesturbæ og verður flutt á Árbæjarsafn til að rýma fyrir nýbyggingum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar