Grótta - KR 31:17

Grótta - KR 31:17

Kaupa Í körfu

AÐEINS fyrstu fjórar mínúturnar í bikarúrslitaleik kvenna, SS-bikarkeppninni, voru spennandi þegar Stjarnan og Grótta/KR mættust í Laugardalshöll á laugardaginn. Þá var staðan 3:2 fyrir Gróttu/KR en þegar Garðbæingar skora 13 mörk og fá aðeins á sig tvö næstu 11 mínúturnar varð ekki aftur snúið og Stjarnan vann 31:17. Þar með fór bikarinn í annað sinn í Garðabæinn, hitt skiptið var 1998, en Grótta/KR verður enn að bíða. MYNDARTEXTI: Sjö ára bið á enda. Glaðbeittir bikarmeistarar Stjörnunnar höfðu svo sannarlega ástæðu til að gleðjast eftir að hafa tryggt sér sigur í bikarkeppninni með stórsigri á Gróttu/KR. Sjö ár eru liðin frá því að Stjarnan vann bikarinn síðast í kvennaflokki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar