Sara María og sonur hennar Einar Örn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sara María og sonur hennar Einar Örn

Kaupa Í körfu

"VIÐ erum, öll fjölskyldan, bæði hissa og sjokkeruð enda er þetta gífurleg árás á friðhelgi einkalífsins. Sonur minn er eðlilega hræddur og lítið hefur orðið um svefn hér á heimilinu eftir árásina enda vanlíðanin mikil. Sjálf er ég rosalega reið," segir Sara María Björnsdóttir, móðir tólf ára pilts sem varð fyrir fólskulegri árás síðdegis á mánudag þegar tveir strákar á líku reki sprautuðu startvökva í augu hans og andlit. Sonur Söru, Einar Örn Rósarsson, var nýkominn heim úr skólanum og var einn heima á heimili fjölskyldunnar í Skipasundi þegar dyrabjöllunni var hringt. MYNDATEXTI: Sara María og Einar Örn sem varð fyrir árás á heimili sínu síðasta mánudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar