DC- 3 vinafélagið

Ragnar Axelsson

DC- 3 vinafélagið

Kaupa Í körfu

Mikið fjölmenni sótti stofnfund félags þristavina hér á landi STOFNFUNDUR nýs félags sem hefur það að markmiði að reka og viðhalda DC-3 flugvél Landgræðslunnar, Páli Sveinssyni, var haldinn í gær, og fékk félagið nafnið DC-3 þristavinir. "Það hefur dregið úr áburðarfluginu ár frá ári og legið í loftinu að Landgræðslan þyrfti ekki að nota vélina eins mikið og hún hefur gert. Þá fóru í gang vangaveltur um það hvað yrði um vélina, hvað ætti að gera við hana, hvort hún myndi grotna niður eða fljúga áfram," segir Tómas Dagur Helgason, sem var kjörinn formaður hins nýstofnaða félags. MYNDATEXTI: Margir af eldri kynslóð flugmanna voru á stofnfundinum á Hótel Loftleiðum, menn sem flugu þristinum á árum áður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar