Fótboltaæfing á gervigrasinu í Laugardal

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fótboltaæfing á gervigrasinu í Laugardal

Kaupa Í körfu

Laugardalur | Fáar íþróttir njóta eins mikilla vinsælda hér á landi og knattspyrna, enda er hún í senn einföld og flókin og getur orðið býsna margslungin, þótt hún snúist í grundvallaratriðum aðeins um að sparka boltanum í net andstæðingsins. Sé fótboltinn stundaður með réttu hugarfari getur hann verið hin prýðilegasta félagsþroskarækt og þau vinabönd sem þar myndast rofna seint. Þessir krakkar skemmtu sér konunglega við æfingar í Laugardalnum þegar ljósmyndara bar að garði og fór vel á með þeim öllum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar