Samskip kaupir Skipafélagið Geest

Þorkell Þorkelsson

Samskip kaupir Skipafélagið Geest

Kaupa Í körfu

MEÐ kaupunum á Geest styrkir Samskip verulega rekstrargrundvöll félagsins á hinum kröfuharða Evrópumarkaði enda falli starfsemi félaganna vel saman og skörunin sé sáralítil. Þetta segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa. Hann segir engin skip vera inni í kaupunum á Geest, það sé rekið á sömu forsendum og Samskip, þ.e. skipin séu leigð. "Við erum að kaupa allan rekstur Geest, eigið fé þess, skrifstofuhúsnæði, fullt af gámum og bíla, tæki og tól, tölvubúnað, viðskiptavild o.s.frv." MYNDATEXTI: Samskip er orðið þriðja stærsta gámaflutningafyrirtækið í Rotterdam. Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa á Íslandi, og Ólafur Ólafsson stjórnarformaður greina frá kaupunum á Geest.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar