Jesus Christ Superstar í Hagaskóla

Jesus Christ Superstar í Hagaskóla

Kaupa Í körfu

ROKKÓPERA | Jesus Christ Superstar í Hagaskóla Þau ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur krakkarnir í Hagaskóla, enda er krafturinn sem kemur frá þeim nánast áþreifanlegur. Í fyrra settu þau upp söngleikinn Hárið og í kvöld ætla þau að frumsýna rokkóperuna Jesus Christ Superstar. Þrjátíu krakkar leika í sýningunni og hljómsveitina skipa aðrir tuttugu krakkar auk fjölmargra sem sjá um hljóð, ljós, búninga og fleira....." Þrjú þeirra sem leika stór hlutverk í sýningunni gáfu sér tíma til að spjalla örstutt við blaðamann í matarhléi milli æfinga. Þau Baltasar Breki Samper sem leikur Pontíus Pílatus, Nína Hjördís Þorkelsdóttir sem leikur Maríu Magdalenu og Guðmundur Felixson sem leikur Pétur postula. MYNDATEXTI: Nína, Guðmundur og Breki leika Maríu Magdalenu, Pétur postula og Pontíus Pílatus.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar