IKEA Urriðaholt

Brynjar Gauti

IKEA Urriðaholt

Kaupa Í körfu

Garðabær | Í Urriðaholti er unnið að skipulagningu tæplega 50 þúsund fermetra verslunar- og þjónusturýmis. Þar af mun verslun IKEA vera rúmlega 20 þúsund fermetrar, sem fyrirhugað er að opna haustið 2006. Er það helmingi stærri verslun en sú sem er fyrir hér á landi. Svæðið er hluti af stærri skipulagsbreytingu á holtinu að sögn Jóns Pálma Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Þekkingarhússins, sem hefur umsjón með skipulagsvinnunni. Fyrirhugað er að byggja upp blandaða byggð þar sem verið sé að skipuleggja háskólahverfi í tengslum við fyrirtæki og íbúðarbyggð, sem myndi hýsa á bilinu þrjú til fjögur þúsund íbúa. Eins og fram hefur komið þá hefur Garðabær lýst yfir áhuga á því að Háskólinn í Reykjavík komi til bæjarins til að mynda kjarnann í háskólaþorpi í Urriðaholti. MYNDATEXTI: Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þekkingarhússins, fer yfir skipulagsmál Urriðaholts ásamt Dennis Carlberg, arkitekt frá Arrowstreet-arkitektastofunni í Bandaríkjunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar