Grettir

Grettir

Kaupa Í körfu

Grettissaga, sagan af Gretti Ásmundarsyni, kappanum, garpinum, hetjunni, sem sigrað gat alla andstæðinga, komist yfir alla mótstöðu, þessa heims og annars, nema sjálfan sig, eigin bresti, ótta og innri veikleika. Geta menn séð þessa Íslendingasögu, sem skráð var fyrst einhvern tíma á 13. öld, fyrir sér uppi á hvíta tjaldinu eða á sjónvarpsskjánum í því alþjóðlega tjáningarformi sem nú nýtur hvað mestrar hylli, þ.e. sem hasarfulla og skemmtilega teiknimynd? Þeir eru áreiðanlega margir sem geta séð þá hugmynd komast til framkvæmda. En það er hægara sagt en gert. Tveir Íslendingar, höfundurinn og hönnuðurinn Jón Hámundur Marinósson og framkvæmdamaðurinn Eyþór Guðjónsson, hafa óbilandi trú á að það sé ekki aðeins hægt, heldur menningarleg nauðsyn. Jón Hámundur eyddi einn átta árum í undirbúning þessa viðamikla og metnaðarfulla verkefnis sem hefur að miðpunkti teiknimyndina Þjóðsöguna um Gretti, uppá ensku The Legend of Grettir, áður en hann fór að kynna það fyrir fáum, völdum aðilum. Í því ferli hitti hann Eyþór Guðjónsson sem sannfærðist strax um að þar væri eitthvað mikilvægt á ferðinni. Og báðir eru þeir sannfærðir um gildi þess fyrir Ísland, íslenska menningu, efnahag og ferðaþjónustu MYNDATEXTI: Jón Hámundur og Eyþór með Þór í Garði, óvin Grettis, á milli sín

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar