Ískönnunarflug með Landhelgisgæslunni

Ískönnunarflug með Landhelgisgæslunni

Kaupa Í körfu

Meginísröndin er 18 sjómílur norður af Hraunhafnartanga, 10-12 mílur norðaustur af Grímsey og 15 mílur út af Skagatá Hafísinn úti fyrir Norðurlandi er á mikilli hreyfingu og hefur dreift meira úr sér, að sögn Auðuns Kristinssonar, yfirstýrimanns hjá Landhelgisgæslunni og leiðangursstjóra í eftirlits- og ískönnunarflugi flugvélar Gæslunnar, TF-SYN, úti fyrir Norðurlandi í gær. MYNDATEXTI: Sjá mátti ísspangir og jaka um allan sjó þegar flogið var fyrir Horn í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær. Flugstjórinn Hafsteinn Hafsteinsson horfir á ísbreiðuna út af Horni. Ís er landfastur að meira eða minna leyti allt frá Geirólfsnúp að Hornbjargi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar