Fundur með útvarpsstjóra

Ragnar Axelsson

Fundur með útvarpsstjóra

Kaupa Í körfu

Ákvörðun Félags fréttamanna um að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra í kjölfar ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps stendur óhögguð þrátt fyrir fund sem útvarpsstjóri átti með fulltrúum fréttamanna í gær. Á fundi Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra, Jóns Gunnars Grjetarssonar, formanns Félags fréttamanna, og Brodda Broddasonar fréttamanns, voru reifuð sjónarmið fréttamanna annars vegar og útvarpsstjóra hins vegar. MYNDATEXTI: Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ásamt fulltrúum Félags fréttamanna, Jóni Gunnari Grjetarssyni og Brodda Broddasyni, við upphaf fundarins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar