Ana Maria Martinez og Placido Domingo

Árni Torfason

Ana Maria Martinez og Placido Domingo

Kaupa Í körfu

Það var ekki laust við að það yki talsvert á eftirvæntinguna fyrir tónleika Placido Domingo og Önu Mariu Martinez með íslenskum tónlistarmönnum í Egilshöll á sunnudag, að ferðin á tónleikana skyldi taka hátt í klukkutíma, með spennuþrunginni umferðarteppu á Vesturlandsvegi í átt að Grafarvoginum. Spurningin: "næ ég í tæka tíð?" var ágeng - en líka margar fleiri. Hvernig yrði Egilshöll sem tónleikasalur fyrir klassíska tónleika? Hvernig yrði aðbúnaðurinn? Hvernig yrði hljómburðurinn? Og síðast en ekki síst, hvernig skyldi svo goðið Domingo standa sig í frumraun sinni fyrir íslenskum áheyrendum? MYNDATEXTI: Ana Maria Martinez og Placido Domingo á tónleikunum í Egilshöll síðastliðið sunnudagskvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar