Sundmót Laugardal

Sverrir Vilhelmsson

Sundmót Laugardal

Kaupa Í körfu

MIKIL spenna ríkti í Laugardalslaug í gærkvöldi þegar fram fór einvígi Jakobs Jóhanns Sveinssonar og Jóns Odds Sigurðssonar í 50 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Fyrr um daginn hafði Jón Oddur bætt eigið þriggja ára Íslandsmet en Jakob Jóhann gerði gott getur og bætti það um 2/100 úr sekúndu, úr 29.13 í 29.11 sekúndur. Í úrslitasundinu gerðu báðir betur, Jakob Jóhann synti undir 29 sekúndum en báðir fögnuðu rækilega því tíminn var undir lágmörkum á heimsmeistaramótið í sundi. MYNDATETXI: Jakob Jóhann Sveinsson, til vinstri, og Jón Oddur Sigurðsson háðu harða keppni í 50 m bringusundi á Meistaramótinu í sundi í Laugardal í gær þar sem þeir skiptust á að bæta Íslandsmetið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar