Afhending úr Verðlaunasjóði Guðmurndar P. Bjarnarsonar

Eyþór Árnason

Afhending úr Verðlaunasjóði Guðmurndar P. Bjarnarsonar

Kaupa Í körfu

Verðlaun fyrir góðan námsárangur FIMM nemendur hlutu í gær hálfrar milljónar króna verðlaun hver úr Verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar, Akranesi, fyrir námsárangur í eðlisfræði og efnafræði. Nemendurnir útskrifuðust úr eðlis- og efnafræðiskorum raunvísindadeildar Háskóla Íslands árið 2004. Allir fengu þeir ágætiseinkunn eða mjög háa fyrstu einkunn í BS-námi sínu við skorirnar. Verðlaunahafarnir eru Anna Valborg Guðmundsdóttir, Anna Guðný Sigurðardóttir og Guðrún Eiríksdóttir fyrir framúrskarandi námsárangur í efnafræði. Þá hljóta Bergur Einarsson og Erling Jóhann Brynjólfsson verðlaun fyrir sama árangur í eðlisfræði. Verðlaunasjóður Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi var stofnaður árið 2000 með rausnarlegri gjöf Guðmundar sem fæddur er á Sýruparti á Akranesi 1909 en býr nú á Höfða, dvalarheimili aldraðra á Akranesi. MYNDATEXTI: Veðlaunahafarnir, Guðrún Eiríksdóttir, Ingibjörg Lára Hestnes fyrir hönd Erlings Jóhanns Brynjólfssonar, Anna Guðný Sigurðardóttir, Anna Þórarinsdóttir f.h. Önnu Valborgar Guðmundsdóttur og Bergur Einarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar