Afhending úr Verðlaunasjóði Guðmurndar P. Bjarnarsonar
Kaupa Í körfu
Verðlaun fyrir góðan námsárangur FIMM nemendur hlutu í gær hálfrar milljónar króna verðlaun hver úr Verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar, Akranesi, fyrir námsárangur í eðlisfræði og efnafræði. Nemendurnir útskrifuðust úr eðlis- og efnafræðiskorum raunvísindadeildar Háskóla Íslands árið 2004. Allir fengu þeir ágætiseinkunn eða mjög háa fyrstu einkunn í BS-námi sínu við skorirnar. Verðlaunahafarnir eru Anna Valborg Guðmundsdóttir, Anna Guðný Sigurðardóttir og Guðrún Eiríksdóttir fyrir framúrskarandi námsárangur í efnafræði. Þá hljóta Bergur Einarsson og Erling Jóhann Brynjólfsson verðlaun fyrir sama árangur í eðlisfræði. Verðlaunasjóður Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi var stofnaður árið 2000 með rausnarlegri gjöf Guðmundar sem fæddur er á Sýruparti á Akranesi 1909 en býr nú á Höfða, dvalarheimili aldraðra á Akranesi. MYNDATEXTI: Veðlaunahafarnir, Guðrún Eiríksdóttir, Ingibjörg Lára Hestnes fyrir hönd Erlings Jóhanns Brynjólfssonar, Anna Guðný Sigurðardóttir, Anna Þórarinsdóttir f.h. Önnu Valborgar Guðmundsdóttur og Bergur Einarsson.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir