Bryggjuspjall

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bryggjuspjall

Kaupa Í körfu

ÞESSIR herramenn nutu veðurblíðunnar á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Þeir hafa eflaust haft nóg um að spjalla og má ætla að þeir hafi skeggrætt um sjávarútvegsmál og aflabrögðin í framtíð, nútíð og þátíð. Og ekki má gleyma veðrinu sem hefur verið eitt vinsælasta umræðuefni landans um áralangt skeið, ekki síst í vorblíðunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar