Jesper Ipsen

Eyþór Árnason

Jesper Ipsen

Kaupa Í körfu

Það hefur viðrað ágætlega fyrir þá sem vinna utandyra síðustu daga, en aldrei að vita hvað það endist lengi. Jesper Ipsen, sem vinnur hjá Björgun, var önnum kafinn við störf sín þegar ljósmyndari átti leið hjá. Félagið, sem stofnað var árið 1952, einbeitti sér fyrstu árin að björgun strandaðra skipa og má segja að í tengslum við þau verkefni hafi nafngiftin komið. Fyrsta verkefni félagsins var að vinna að niðurrifi flutningaskipsins Clam sem strandað hafði á Reykjanestá. Meðal stofnenda félagsins var Kristinn Guðbrandsson og var hann helsti sérfræðingur þess um björgun strandaðra skipa og í raun þjóðsagnapersóna fyrir þau afrek.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar