Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri fertug

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri fertug

Kaupa Í körfu

FJÖLDI fólks sótti Hafnarhúsið heim í gær þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, hélt upp á fertugsafmæli sitt. Steinunn Valdís tók á móti gestum ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Haraldssyni. Meðal gesta voru fjölskylda borgarstjóra, vinir og bæði pólitískir samherjar og keppinautar. Vel fór á með þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, og Steinunni Valdísi þegar þær heilsuðust í veislunni. Gestir í afmælinu færðu borgarstjóra gjafir og óskuðu henni velfarnar í framtíðinni. Framundan er athafnasamt ár hjá Steinunni Valdísi en næsta vor fara fram borgarstjórakosningar í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar