Inga Dóra Sigfúsdóttir

Kristinn Ingvarsson bþ

Inga Dóra Sigfúsdóttir

Kaupa Í körfu

VEL er líklegt að íslenskir félagsvísindamenn geti farið að flytja út þekkingu sína á sviði fíkniefnaforvarna eftir 12 ára rannsóknarstarf þar sem leitt hefur verið í ljós m.a. að skipulagt tómstundastarf og samvera með foreldrum minnka líkur á fíkniefnaneyslu og afbrotum unglinga. Nokkrar borgir í Evrópu hafa fylgst með árangri Íslendinga á þessu sviði og vilja byggja forvarnastefnu sína á íslensku rannsóknunum. "Hér er um að ræða afar spennandi verkefni sem hefur vakið athygli víða í Evrópu," segir dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, sem tekur til starfa í haust. Þaðan verður stjórnað samevrópskri rannsókn, sem fara á fram vorið 2006. Í framhaldi af henni verður hafin stefnumótunarvinna í Evrópulöndunum undir heitinu Æska í Evrópu eða Youth in Europe. MYNDATEXTI: Inga Dóra Sigfúsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar