Kristbjörg Mekkín Helgadóttir

Steinunn Ásmundsdóttir

Kristbjörg Mekkín Helgadóttir

Kaupa Í körfu

Egilsstaðir | Það er fátt notalegra á úrsvölum vordegi en að fá að setjast í eldhúskrókinn hjá afa og ömmu og fá heitt kakó til að ylja sér á. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, fjögurra ára hnáta úr Fellunum, fær sérstakar trakteringar þegar heita kakóið er annars vegar; blómmynstraðan sparibolla með undirskál og sérstaka kakókönnu til að skenkja úr. Nú liggur snjóþekja yfir Héraði eins og víðar og ungviðið hefur sjálfsagt ekkert á móti því að geta enn um sinn bunað brekkur á þoturassi eða efnt í góðan snjóbolta

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar