Hermann Ólafsson
Kaupa Í körfu
Selfoss | Það takast á ákveðin sjónarmið í skipulagsmálum, annars vegar að hafa stórar lóðir og útsýni og hins vegar sú hugsun að vera með minni lóðir og þéttbýlli svæði. Það má segja að þetta sé skapandi togstreita sem kemur fram í skipulagsumræðu innan sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að taka afstöðu og ákveða hvernig byggðin á að vera á svæðum sem verið er að fást við. Það verður líka að ákveða að hve miklu leyti málum á að vera stýrt eða hvort á að láta aðstæður skapast af sjálfu sér án stýringar. Upp að vissu marki eru menn hluti af heild sem getur t.d. verið gatan sem þeir búa við og geta mengað umhverfið með sjónmengun og þannig haft áhrif á aðra. Útlit hvers húss og lóðar er ekki einkamál hvers og eins. Það á að vera hægt að gera kröfu um ákveðið útlit á lóðum alveg eins og mannvirkjum þannig að ljóst sé hvernig umhverfismótunin verður. Útlit og skipulag lóða er stór þáttur í mótun umhverfis," segir Hermann Ólafsson landslagsarkitekt sem hefur rekið sjálfstæða teiknistofu á Selfossi í tvö ár. Hann lauk námi 1997 í Noregi og starfaði þar í 3 ár og síðan á stofu á Selfossi þar til fyrir tveimur árum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir