Landsvirkjun heiðrar samstarfsfólk

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Landsvirkjun heiðrar samstarfsfólk

Kaupa Í körfu

Mikið var um dýrðir á samráðsfundi Landsvirkjunar þar sem 40 ára afmæli fyrirtækisins var fagnað. Björn Jóhann Björnsson leit inn á Hótel Nordica í gær og komst m.a. að því að rannsóknir og umhverfismál eru ofarlega á baugi hjá Landsvirkjun um þessar mundir. MYNDATEXTI: Starfsmenn, fyrrum stjórnendur Landsvirkjunar og aðrir "orkuboltar", eins og stjórnarformaðurinn orðaði það, voru heiðraðir fyrir farsæl og vel unnin störf í þágu fyrirtækisins. Talið f.v. eru það Jakob Björnsson, fv. orkumálastjóri, Jóhann Már Maríusson, fv. aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Halldór Jónatansson, fv. forstjóri Landsvirkjunar, Árni Grétar Finnsson hrl., sem gekk úr stjórn Landsvirkjunar í gær eftir að hafa verið þar óslitið frá 1965, Jóhannes Nordal, fv. stjórnarformaður Landsvirkjunar og seðlabankastjóri, og Snjólaug Sigurðardóttir, sem unnið hefur hjá fyrirtækinu frá stofnun þess. Sigurður Jónsson, starfsmaður Sogsvirkjana í meira en 40 ár, var einnig heiðraður en hann var fjarverandi í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar