Úr haga í maga

Skapti Hallgrímsson

Úr haga í maga

Kaupa Í körfu

Nafnorðið rekjanleiki finnst ekki í íslenskri orðabók en er þrátt fyrir það orðið ákaflega þýðingarmikið í matvælaiðnaði; að minnsta kosti hugtakið sem það er notað yfir. Það, í stuttu máli, að hægt sé að gera grein fyrir dýri alla leið frá bóndanum til neytandans. Tvö íslensk fyrirtæki hafa tekið í notkun sérstakt kerfi til úrbeiningar, flæðilínu frá Marel, sem gerir þetta mögulegt; hjá Norðlenska er ein slík á Húsavík, fyrir lömb, og önnur fyrir nautgripi og hross á Akureyri. Báðar hafa gefið mjög góða raun að sögn forráðamanna Norðlenska og nú nýverið var gangsett slík flæðilína fyrir svínavinnslu hjá Síld og Fiski Ali í Hafnarfirði. MYNDATEXTI: Huggulegur kvöldverður á Friðriki V - nautið frá Leifi í Klauf bragðaðist sannarlega vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar