Frá fundi kúabænda á Selfossi

Sigurður Jónsson

Frá fundi kúabænda á Selfossi

Kaupa Í körfu

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði engan vafa leika á því að staða kúabænda væri sterk í dag. Í viðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) um landbúnað hefðu íslenskir fulltrúar staðið vörð um sérkenni íslensks landbúnaðar og unnið væri hörðum höndum að því að láta sjónarmið íslenskra bænda koma fram. Guðni sagði að nú rofaði til í samningaviðræðum við WTO og að menn væru tilbúnir að taka tillit til þessarar sérstöðu. Þetta kom fram á aðalfundi Landssambands kúabænda í gær MYNDATEXTI: Aðalfundur Landssambands kúabænda stóð á Selfossi í gær og á aðalfundarstörfum að ljúka í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar