Roland Hartwell

Roland Hartwell

Kaupa Í körfu

Þú munt þekkja mig strax. Ég er tveggja metra sláni með japönsku yfirbragði." Röddin í símanum er hressileg og leiðist auðveldlega út í hlátur. Eigandi hennar stekkur að sama skapi hressilega á fætur þegar gengið er til fundar við hann á kaffihúsi daginn eftir og eftirvænting hans leynir sér ekki: "Frábært að hitta þig, hvað viltu vita?" Roland Hartwell hlýtur að vera með hláturmildustu viðmælendum í háa herrans tíð. Viðkunnanlegur og ólgandi af lífsorku. Og hann hefur fulla ástæðu til að kætast því þessa dagana gengur honum flest í hag - geisladiskur með hljómsveit hans Cynic Guru er í framleiðslu, hann er í draumastarfinu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, er eftirsóttur lagahöfundur og strengjaútsetjari í íslenskum poppheimi og á auk alls þessa von á barni með konunni sinni, henni Olgu. MYNDATEXTI: Í fyrri tónleikaferðinni kynntist ég konunni Olgu Björk Ólafsdóttur. Hún er líka fiðluleikari

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar