Ráðstefna um ofbeldi

Sverrir Vilhelmsson

Ráðstefna um ofbeldi

Kaupa Í körfu

Magnþrungið andrúmsloft var í Skriðu, fyrirlestrasal Kennaraháskóla Íslands í gær þegar Svava Björnsdóttir lýsti reynslu sinni af andlegu ofbeldi, líkamlegu ofbeldi og kynferðisofbeldi og dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við heilbrigðisdeild Háskóla Akureyrar skýrði frá rannsókn sinni á hjónabandsháska. Voru lýsingar og frásagnir á köflum svo þrungnar erfiðri reynslu og tilfinningaróti að fjölmargir áheyrendur táruðust og klökknuðu í þéttskipuðum salnum MYNDATEXTI: Mikill fjöldi fólks sat ráðstefnu um heimilisofbeldi gegn börnum og unglingum í Kennaraháskólanum og spunnust líflegar umræður m.a. um notkun orða og orðræðu um ofbeldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar