Forsetaheimsókn á Akureyri

Kristján Kristjánsson

Forsetaheimsókn á Akureyri

Kaupa Í körfu

Eftir vel heppnaða tveggja daga opinbera heimsókn til Akureyrar, með stífri dagskrá frá morgni til kvölds, tóku forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, daginn í gær snemma og hófu opinbera heimsókn í Eyjafjarðarsveit. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri og aðrir forsvarsmenn sveitarfélagsins tóku á móti forsetahjónunum og fylgdarliði og fylgdu þeim um sveitarfélagið, enda margt þar að sjá og heyra. MYNDATEXTI: Smámunir Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, skoðar gamla nagla og spýtur á Smámunasafni Sverris Hermannssonar. Með honum á myndinni eru Valdimar Gunnarsson, sveitarstjórnarmaður í Eyjafjarðarsveit, Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, og kona hans, Jóhanna Þorsteinsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar