Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri

Kristján Kristjánsson

Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri

Kaupa Í körfu

NEMENDUR og kennarar Tónlistarskólans á Akureyri hafa verið á ferð og flugi alla þessa viku en nú stendur yfir kynning á starfsemi skólans og hafa þeir leikið á hinum ýmsu stöðum í bænum, bæjarbúum til ánægju. Kennsla var lögð til hliðar þessa viku en þess í stað hafa tónleikar verið haldnir í fyrirtækjum og stofnunum, leikskólum, framhaldsskólum, sjúkrastofnunum og dvalarheimilum svo eitthvað sé nefnt. Alls verða þannig haldnir um 40 tónleikar í þessari viku. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar félagar í Suzuki-hópi skólans léku fyrir starfsfólk og viðskiptavini Íslandsbanka við Skipagötu á Akureyri í vikunni. Var góður rómur gerður af frammistöðu þessara ungu listamanna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar