Við Lækjarskóla í Hafnarfirði

Við Lækjarskóla í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er vor í lofti og það kann yngri kynslóðin vel að meta. Vetur konungur hefur látið lítið fyrir sér fara á suðvesturhorni landsins og hafa frískir krakkar því þurft að renna sér í rennibrautum í stað þess að þeysast um snjóhvítar brekkur á snjóþotum. Það var glatt á hjalla hjá hafnfirsku pjökkunum á skólalóð Lækjarskóla í gær. Kappið var mikið þegar það kom að því að renna sér niður gljáandi rennibrautina, enda mikilvægt að vera fyrstur niður og komast sem flestar ferðir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar