Gunnar Þór Arnarson

Gunnar Þór Arnarson

Kaupa Í körfu

Nú ert þú hugmyndasmiður umdeildra auglýsinga fyrir Umferðarstofu þar sem vakin er athygli á því fordæmi sem foreldrar gefa börnum sínum með háttalagi sínu í umferðinni. Hvaðan kom hugmyndin? Hún kviknaði í bílnum þegar ég var að öskra á einhvern ökumann við hliðina á mér. Dóttir mín var með mér í bílnum og byrjaði að apa þetta eftir mér. Þá kviknaði þessi hugmynd. Daginn eftir að auglýsingin fór í loftið sagði hún við mig: "Færðu þig kelling!" Þá fékk ég tækifæri til setjast niður og útskýra fyrir henni að svona gerir maður ekki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar