Sumarstemning í miðborginni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sumarstemning í miðborginni

Kaupa Í körfu

TALSVERÐ hlýindi voru á vestanverðu landinu í gær og fór hitinn víða í 14-15 gráður. Í Reykjavík fór hitinn hæst í 14 gráður í hlýrri austanáttinni og nýttu margir tækifærið til þess að njóta blíðunnar úti enda lét sólin einnig á sér kræla. Voru menn rækilega minntir á að sumarið nálgast óðfluga enda síðasti vetrardagur í dag. Nýttu borgarbúar tækifærið til útivistar og fóru margir í sund eða tóku lífinu með ró á Austurvelli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar