Kalli á þakinu

Golli /Kjartan Þorbjörnsson

Kalli á þakinu

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er ekki auðvelt að vera lítill strákur og eiga vin sem enginn trúir að sé til í raun og veru. Það fær Brói litli að reyna þegar hann kynnist Kalla á þakinu, skrýtnum karli sem á hús uppi á þaki og er með þyrluspaða á bakinu svo hann getur flogið um eins og fugl. En svo gerast ósköpin. Einhver kemur auga á Kalla á flugi og stórfé er heitið þeim sem getur upplýst ráðgátuna um þennan dularfulla fljúgandi furðuhlut. Þegar tveir skuggalegir náungar, sem svífast einskis til að komast yfir verðlaunaféð, brjótast inn til Bróa til að handsama Kalla eru góð ráð dýr. En Kalli á þakinu hefur reyndar ráð undir rifi hverju. Svo er lýst sögunni af Kalla á þakinu eftir ástsælu sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren. Blásið verður lífi í þennan skrítna og skemmtilega karakter á stóra sviði Borgarleikhússins í dag kl. 14, þegar Sverrir Þór Sverrirsson, betur þekktur sem Sveppi, bregður sér í hlutverk hins fljúgandi Kalla. Það er Óskar Jónasson sem leikstýrir þessu ævintýraverki. MYNDATEXTI: Leiksýning byggð á ævintýrum Kalla á þakinu, sem Astrid Lindgren skapaði á sínum tíma, verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar