Bílvelta við Námafjall

Birkir Fanndal Hraldsson

Bílvelta við Námafjall

Kaupa Í körfu

Stór flutningabíll hlaðinn fiski valt í erfiðri beygju austan undir Námafjalli í gær. Þetta er í annað sinn sem þungt lestaður flutningabíll veltur á nákvæmlega sama stað. Að sögn kunnugra koma bílarnir að austan og átta sig ekki á að þeir eru að koma í mjög erfiða beygju. Þá tekur þyngdarlögmálið völdin af ökumanni og sendir allt saman út í skurð. Í aðdraganda þessarar erfiðu beygju er umferðarmerki sem gefur til kynna bratta brekku og krókóttan veg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar