Nýr leikskóli í Hólminum

Gunnlaugur Árnason

Nýr leikskóli í Hólminum

Kaupa Í körfu

Það var hátíðleg og fjölmenn stund er fyrsta skóflustunga að nýjum leikskóla í Stykkishólmi var tekin föstudaginn 22. apríl. Leikskólanemendurnir komu í skrúðgöngu frá núverandi leikskóla í fylgd foreldra og starfsfólks. Það var ekki bara fyrsta skóflustungan sem var tekin heldur reyndust þær fleiri. Leikskólabörnin sjálf mættu með skóflur og fengu það verkefni að hefja framkvæmdir. MYNDATEXTI: Margar skóflur Óli Jón Gunnarsson fylgist ánægður með dugnaði ungu Hólmaranna við fyrstu handtökin að nýjum leikskóla í Stykkishólmi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar