Tannlæknaráðstefna á Nordica

Árni Torfason

Tannlæknaráðstefna á Nordica

Kaupa Í körfu

Tannlæknar frá 30 löndum taka þátt í ráðstefnu um tannáverka TÖNN sem dettur úr munni vegna andlitsáverka má koma aftur fyrir þannig að hún grói eðlilega ef brugðist er við á réttan hátt. Tannlæknir getur bjargað tönninni klukkutíma síðar og jafnvel eftir 5-6 klukkutíma sé tönnin geymd í mjólk eða í saltvatni. "Öfugt við það sem margir halda er eiginlega mikilvægara að fara með tönnina á slysavarðstofuna en barnið," segir dr. Jens O. Andreasen frá Danmörku en börn eru í miklum meirihluta þeirra sem lenda í óhöppum með þeim afleiðingum að tönn brotnar eða dettur úr. Andreasen er staddur hér á landi í tengslum við alþjóðlegt þing um áverka á tennur sem hófst á Nordica hóteli í gær og lýkur á morgun. MYNDATEXTI: Dr. Jens O. Andreasen er einn þekktasti sérfræðingur á sviði tannáverka í heiminum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar