Jo Stein Moen
Kaupa Í körfu
ÍSLAND hefur verið fyrirferðarmikið í Evrópuumræðunni í Noregi á seinustu árum. Því er haldið fram í umræðunni í Noregi að Ísland muni mjög fljótlega sækja um aðild að Evrópusambandinu. Fjölmiðlar og þeir sem hlynntir eru aðild að ESB halda þessari "íslensku röksemd" mjög á lofti. Ég þekki ekki mikið til íslenskra stjórnmála en veit þó svo mikið að raunveruleikinn er sá að Ísland mun ekki ganga mjög fljótlega í ESB. Sennilega er því líka haldið fram með svipuðum hætti í umræðunni á Íslandi að aðild Noregs að Evrópusambandinu sé yfirvofandi. En það er alls ekki rétt." Þetta segir Jo Stein Moen, cand.mag. og varaformaður norsku samtakanna Nei til EU, sem berjast gegn aðild Noregs að Evrópusambandinu. Félagsmenn samtakanna eru um þessar mundir um 27 þúsund talsins MYNDATEXTI: JO Stein Moen er cand. mag. í sagnfræði og félagsfræði. Hann er varaformaður aðildarfélags norska Verkamannaflokksins í St. Hanshaugen í Osló og varaformaður norsku samtakanna Nei til EU. Hann var sömuleiðis varaformaður AUF, ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins á árunum 1996 til 2000. Hann var pólitískur ráðgjafi ríkisstjórnar Jens Stoltenbergs í umhverfismálum 2000 til 2001 og pólitískur ráðgjafi Thorbjørns Jaglands utanríkisráðherra 1997.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir